Mjög lítil virðing borin fyrir lögum og stjórnarskrá!

 

Það er athyglisvert hve lítil virðing er borin fyrir lögum og stjórnarskrá á Íslandi. Þegar ráðherrum er bent á, að skipan þeirra í embætti eða önnur stjórnarathöfn sé brot á stjórnarskrá þá segja þeir einfaldlega: Það verður þá bara kært.Svo einfalt er það í þeirra huga. Virðing fyrir stjórnarskrá er engin og enn minni fyrir lögum.Þetta kæruleysi gagnvart lögum og stjórnarskrá er sennilega ástæða þess að lög og stjórmarskrá eru stöðugt brotin gagnvart öldruðum og öryrkjum.Frá því ég fór að fylgjast með málefnum aldraðra og öryrkja fyrrir 16 árum hafa lög stöðugt verið brotin á öldruðum og öryrkjum,einkum ákvæðið um,að lífeyrir eigi að hækka í samræmi við launahækkanir ( taka mið af launaþróun en aldrei að hækka minna en vísitala neysluverðs).Það er alveg sama hvaða flokkar hafa verið við völd; þetta ákvæði hefur stöðugt verið brotið.
Stjórnarskrárbrotin eru ef til vill ekki eins augljós en ég tel þó að stjórnarskráin sé margoft brotin á lífeyrisþegum. Í íslenskum lögum stendur að ekki megi mismuna borgurunum,ekki megi láta aldraða sæta mismunun; þeir eigi að njóta jafnréttis á við aðra borgara.Þessi ákvæði eru stöðugt brotin t.d. í heilbrigðiskerfinu.Þar eru þeir yngri teknir fram fyrir þá eldri.T.d. fá eldri borgarar á hjúkrunarheimilum ekki sömu læknisþjónustu og þeir yngri fá á spítölum. Þá eru jafnréttisákvæði í stjórnarskránni ; þau eru oft brotin á öldruðum og öryrkjum.
 
Björgvin Guðmundsson
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Gott nýtt ár Björgvin og komdu með í hóp Strákanna sem ætla að beina landi og þjóð inn á þá braut sem var hér eftir stríðið, þegar allt moraði í litlum 1-2-3 manna verkstæðum af öllum tegundum, og þegar gaman var að vinna og við höfðum verðbólgu "sem er holl fyrir okkar efnahag" og smíðuð voru 1 flokks fiskiskip hér. Við getum talið endalaust allt það "góða" Björgvin. 

Eyjólfur Jónsson, 4.1.2019 kl. 19:07

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Gleðilegt ár, Björgvin, og þakka þér baráttu þína á fyrra ári!

Þegar Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, skipaði hér norskan mann seðlabankastjóra, þá braut hún klárlega þetta ákvæði 20. greinar stjórnarskrárinnar: 

"Engan má skipa embættismann, nema hann hafi íslenskan ríkisborgararétt.

Jón Valur Jensson, 4.1.2019 kl. 19:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband