Hverju lofuðu flokkarnir fyrir kosnningar?

 
 
Stjórnarflokkarnir lofuðu allir kjósendum,einkum eldri borgurum og öryrkjum miklum kjarabótum.Það hefur allt verið svikið.Mest eru svikin hjá forustuflokki ríkisstjórnarinnar,"Róttæka sósialistaflokknum",sem ekki er lengur sósialistaflokkur og ekki lengur róttækur.Flokkurinn sagði í kosningunum 2017,að lífeyrir aldraðra yrði hækkaður.Hefur verið svikið. Ekki hefur verið hækkaður lífeyrir um eina krónu að frumkvæði forustuflokksins.Flokkurinn lofaði einnig að uppræta fátækt á Íslandi.Einnig svikið.Framsókn sagði,að umtalsverð hækkun lægstu launa ætti að vera forgangsverkefni í kjarasamningagerð og að hækkun bóta ætti að fylgja slíkum hækkunum. Flokkurinn hefur ekki minnst á þessi mál frá því hann fór í ríkisstjórn-Alger svik.Sjálfstæðisflokkurinn sagði,að tryggja ætti fjárhagslegt sjálfstæði ellilífeyris eldri borgara.Það hefur verið gert þveröfugt:Lægsta lífeyri haldið niðri við fátæktarmörk,við sultarmörk,langt undir viðmiði velferðarráðuneytis,í rúmlega 200 þús á mánuði eftir skatt sem engin leið er að lifa af.Kosningaloforðin þverbrotin.
 
Björgvin Guðmundsson

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband