Skilyrði SA lítil sem engin hækkun!

Verkalýðshreyfingin hefur sett fram þá sjálfsögðu kröfu,að nýir kjarasamningar gildi frá síðustu áramótum,þegar samningar margra félaga runnu út.Nú hafa atvinnurekendur svarað og segja: Við getum samþykkt þetta með skilyrðum.Skilyrðin eru þessi,að ekki verði boðuð verkföll og að ekki verði samið um "óraunhæfar kauphækkanir" Þetta þýðir ,að samið verði um 0 í kauphækkun eða 1,2% eins og SA hefur boðið en 1.2% þýðir 3600 kr hækkun,sem þýðir að lægstu laun eftir skatt hækki í 240 þús á mánuði!! Þetta er alger brandari. Það hefði verið manneskulegra að SA hefði neitað kröfu verkafólks um afturvirkni.Framkvæmdastjóri SA er með margar milljónir í mánaðarlaun.Ráðherrar og forsætisráðherra með 1,8- 2 millj á mánuði.En þessir aðilar vilja skammta láglaunafólki 303.600 kr á mánuði,240.000 eftir skatt.Þær ættu að reyna að lifa á þeirri hungurlús sjálfir.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband