Bankarnir græða vel

Heildarhagnaður viðskiptabankanna þriggja, Glitnis, Kaupþings og Landsbankans, nam 137,6 milljörðum króna árið 2007 samanborið við 163,7 milljarða króna árið 2006. Hagnaðurinn hefur því dregist saman um 26,1 milljarð króna á milli ára.Enda þótt hagnaður bankanna hafi dregist  nokkuð saman milli ára er gróðinn þó mjög mikill eða  137,6 milljarðar.Þetta er gífurlegur hagnaður en viðskiptavinir bankanna njóta þess í engu. Þjónustugjöld bankanna eru alltaf jafnhá og útlánsvextir hærri en nokkur staðar annar staðar.Það er engin samkeppni milli bankanna,þeir eru allir með svipuð þjónustugjöld og vexti. Bankastjórar allra bankanna  haga  sér eins. Þeir moka peningum í eigin vasa,taka sér ofurlaun,sem engin rök eru fyrir. Hluthafar bankanna segja ekkert við þessum ósóma.Þeir halda víst,að bankastjórarnir séu einhverjir ofurmenn.Það veitti ekki af að fá eins og einn erlendan banka hingað til þess að veita íslensku bönkunum samkeppni.

 

Björgvin Guðmundsson

www.gudmundsson.net

 

 

 

 


mbl.is Hagnaður bankanna dregst saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki alls fyrir löngu var birt samanburðarkönnun á 27 algengustu þjónustugjöldum banka í Evrópu: í 23 tilfellum reyndust þau lægst hjá bönkunum á Íslandi.

Útlánsvextir eru - á Íslandi sem í öllum öðrum löndum - í samræmi við vaxtastig hvers lands. Innlánsvextir á Íslandi eru, af sömu ástæðu, langtum hærri en í  löndum þar sem útlánsvextir eru lægri en hér.

Fyrst hluthafar, eigendur bankanna, gera ekki athugasemd við laun stjórnenda, hví skyldu þá þeir sem ekki eiga fyrirtækið vera að berja sér á brjóst yfir þeim?

Ekki myndi ég berja mér á brjóst - síst opinberlega - yfir því hvað þú, ef þú ættir fyrirtæki, borgaðir þínum forstjórum.  

olof magnusson (IP-tala skráð) 31.1.2008 kl. 11:53

2 Smámynd: Björgvin Guðmundsson

Á þingi  Neytendasamtakanna 2006 kom eftirfarandi fram um vaxtakjör  í bönkum:

  1. Íslenskir neytendur greiða mun hærri nafn- og raunvexti en tíðkast í nágrannalöndum okkar.
  2. Meiri vaxtamunur er á Íslandi en á öðrum Norðurlöndum.
  3. Lántökugjöld og annar kostnaður við lántöku er að jafnaði hærri en á hinum Norðurlöndum.
  4. Uppgreiðslugjald eða flutningsgjald milli banka ýmist þekkist ekki eða er miklu lægra á hinum Norðurlöndunum.
  5. Samþjöppun banka er hvað mest á Íslandi meðal Norðurlanda.
  6. Hreyfanleiki viðskiptavina milli bankastofnana er minni hér á landi en á öðrum Norðurlöndum.

Spurningin er þessi: Hvers vegna þurfa íslenskir neytendur að sæta mikið verri kjörum í bönkum en neytendur á hinum Norðurlöndunum.  Hvers vegna þurfa Íslendingar að sæta því að íslenskir bankar okri á þeim.Er ekki kominn tími til þess að hér verði breyting á. Við þyrftum að fá hingað erlendan banka,sem byði  Íslendingum sómasamleg kjör í bönkunum. Fyrr verður ekki samkeppni hér.

Björgvin Guðmundsson

Björgvin Guðmundsson, 31.1.2008 kl. 13:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband