Kaupin á Laugaveg 4 og 6 algert óráð

 Kaup borgarinnar á Laugaveg  4 og 6 munu kosta borgarsjóð alls   1 milljarð. Bókun Samfylkingarinnar á fundi  borgarráðs í morgun  segir, að ljóst sé að kaup nýs meirihluta á fasteignum að Laugarvegi 4 og 6 stefni uppbyggingaráformum við Laugarveg og í miðborg í óefni. Keypt hafi verið hús fyrir 580 milljónir króna, ofurverð sem skapi nýtt markaðsverð í sambærilegum og svipuðum málum. 

„Hefði friðun húsanna orðið að veruleika einsog gerst hefði þremur dögum eftir hin makalausu uppkaup hefði götumyndin haldið sér, skipulagsmál í miðborginni hefðu ekki verið í uppnámi, borgarsjóður hefði ekki tapað mörg hundruð milljónum og hættulegt fordæmi hefði ekki verið skapað sem skaða mun allar frekari áætlanir um húsvernd.

Rökin um að borgin hljóti að þurfa að grípa inn í með uppkaupum þegar friðun húsa er í réttum farvegi halda engan veginn og hljóta að vekja margar spurningar nú þegar tillaga um friðun 10 húsa við Laugaveg er í farvatninu. Þessi málsmeðferð og þetta verð stefnir friðunartillögum og húsverndaráformum í miðborg og Kvos í voða," segir í bókuninni.

Ég tel,að kaup Sjálfstæðismanna og Ólafs borgarstjóra á umræddum húsum hafi verið algert óráð.

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Segir borgarsjóð tapa hálfum milljarði á Laugavegshúsum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki ætla ég að leggja dóm á kaup þessara húsa, en þau hefðu vel mátt fara á haugana mín vegna. Ég sé ekkert sem vert er að hafa til minja um þessi kofaskrifli.

En mér finnst það hins vegar segja meira til um Samfylkingarmenn í borginni að þeir vilja frekar að þessi hús hefðu hlotið verndun í gegnum það að menntamálaráðherra hefði samþykkt verndun þeirra, sem þá hefði haft í för með sér að ríkissjóður hefði þurft að borga eigendum þessara húsa skaðabætur vegna allrar þeirrar vinnu sem þeir voru búnir að leggja í vegna þessara lóða og það með fullu samþykki Reykjavíkurborgar. Þessir menn voru í góðri trú að skapa sér tekjur með kaupum þessara lóða og áttu því fulla heimtingu á skaðabótum ef þessi hús hefðu þá verið friðuð og ráðagerðir eigenda þeirra þar með að engu orðnar.

Sú friðaraðgerð hefði þýtt það að í stað þess að Reykjavíkurborg hefði borgað brúsann vegna mistaka sinna við vinnslu málsins á öllum stigum þess, þá hefði það lent á landsmönnum öllum að borga þessi mistök Reykvíkinga þar sem ríkissjóður hefði orðið að borga skaðabæturnar. Já Samfylgingarmenn hugsa stórt þegar þeim finnst við hæfi að aðrir borgi fyrir mistök Reykjavíkur, sem þeir eiga m.a. sinn þátt í.

Ég er þeirrar skoðunar að núverandi fyrirkomulagi á friðun sem þessari eigi að breyta í grundvallaratriðum. Það á hvert sveitarfélag fyrir sig, ekki einhver ríkisskipuð nefnd, að ákveða hvaða hús eða götumyndir eigi að friða og þá eigi viðkomandi sveitarfélag að bera kostnaðinn af þeirri friðun, ekki landsmenn allir. Látum ábyrgðina hvíla á þeim sem málið snertir, ekki öðrum.

Sigurður Geirsson (IP-tala skráð) 31.1.2008 kl. 15:23

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Sammála Sigurði. Skaðabæturnar hefðu vafalaust ekki orðið lægri en kaupverðið. Það er eðlilegra að Reykvíkingar borgi en að landsmenn allir geri það. Þess utan er ég nú ekki viss um að verðmæti húsanna verði minna en verðmæti hótelkumbaldans sem átti að byggja þarna þegar búið verður að gera þau upp.

Þorsteinn Siglaugsson, 31.1.2008 kl. 23:32

3 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Þetta er rétt hjá þér og vel skrifað  Sigurður Geirsson. Mig undrar stórlega tvískinnung Samfylkingarinnar í máli þessu.

Þorkell Sigurjónsson, 31.1.2008 kl. 23:53

4 Smámynd: Kolbrún Jónsdóttir

Sammála, vel skrifað Sigurður.  Þetta gefur ekki góðan grundvöll að friðun annarra húsa í miðbæ Reykjavíkur.  Eitthvað þyrfti líka að breyta lögum um húsfriðun og meðferð gamalla húsa. Það er synd að sjá gömul hús með glæsta sögu bara hrörna án nokkurra afskipta eigenda.

Annars finnst mér fasteignaverð heima ekki ná nokkurri átt.

Kolbrún Jónsdóttir, 1.2.2008 kl. 20:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband