55% vilja ganga í ESB

Rúm 55% þjóðarinnar segjast nú vilja að Ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu og hefur stuðningur við umsókn aukist um 19% frá því í janúar 2007 þegar 36% voru hlynnt því að Ísland sækti um aðild. Ekki hefur áður mælst svo mikill stuðningur við að sækja um aðild í skoðanakönnunum Fréttablaðsins áður.

Þetta er athygliverð niðurstaða.Sennilega stafar hún af því,að menn gera sér ljóst,að krónan dugar ekki til frambúðar. Æ fleiri fyrirtæki vilja fá að gera upp í evrum og almenningur gerir sér það ljóst,að vextir á evrusvæðinu eru mikið lægri en hér.

 

Samfylkingin er eini stjórnmálaflokkurinn,sem mælir með aðild að ESB.Flokkurinnn vill,að málið verði lagt í þjóðaratkvæði og þjóðin greiði atkvæði um það hvort hún vilji ganga í ESB.

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Stuðningur við ESB rúm 55%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann

Aðild að ESB þýðir ekki að við getum strax tekið upp Evru, við verðum að uppfylla skilyrði Maastricht-samningsins til þess. 

Jóhann, 26.2.2008 kl. 09:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband