Lagður grunnur að fyrsta gagnaverinu

Verne Holdings ehf. skrifaði í dag undir samninga við Landsvirkjun, Farice og Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar um raforku, gagnaflutninga, hús og lóð fyrir gagnaver við Keflavíkurflugvöll. Verið mun taka til starfa árið 2009 og verður heildarfjárfesting Verne í verkefninu um 20 milljarðar á 5 árum. 

Þetta er ánægjulegur atburður og markar ef til vill þáttaskil í atvinnumálum þjóðarinnar. Þarna er lagður grunnur að fyrsta gagnaverinu hér á landi og gæti orðið upphafið að því að hér risu mörg netþjónabú. Talið er að heildarfjarfesting í kringum þetta verkefni gæti orðið 40 milljarðar og að alls 100 manns geti fengið vinnu í gagnaverinu og í tengslum við það.Framkvæmdir eiga að hefjast strax á þessu ári og gagnaverið að taka til starfa næsta ár.

Björgvin Guðmundsson


mbl.is 20 milljarða fjárfesting
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband