Sunnudagur, 2. mars 2008
Verða framtöl óþörf?
Ríkisskattstjóri tilkynnti í gær,1.mars,að netframtölin væru tilbúin,þ.e. að þeir sem vildu telja fram rafrænt gætu gert það nú þegar. Það er búið að senda allar upplýsingar,sem sendar verða,inn
á netið og leiðbeiningar eru tilbúnar á netinu og á pappír. Segja má,að með tilkomu netframtala hafi orðið bylting.Þessi bylting felur í sér gífurlegt hagræði fyrir framteljendur. Það er mun þægilegra og fyrirhafnarminna að telja fram á netinu en á pappir. Og stöðugt bætast fleiri upplýsingar inn á netið. Skattyfirvöld vinna að því að unnt verði að leggja niður framtöl með öllu. Það nálgast óðum að það verði unnt.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.