Lífeyrissjóðirnir eru gífurlega sterkir

Lífeyrissjóðirnir hafa birt  ársreikninga sína að undanförnu. Þeir leiða í ljós,að staða lífeyrissjóðanna er gífurlega sterk.Lífeyrissjóðurinn Gildi birtir ársreikning sinn í Mbl. Þar kemur fram,að raunávöxtun sjóðsins var 2,4% árið 2007,nafnávöxtun var 8,4%.Hrein eign til greiðslu lífeyris nemur 238,2 milljörðum króna og hefur aukist um 23 milljarða  milli ára.Sl.5 ár nemur  meðalraunávöxtun 11,6 %.Sameinaði  Lífeyrissjóðurinn,Lífeyrir,birtir einnig reikninga sína. Samkvæmt þeim nam nafnávöxtun sjóðsins 5,9% sl. ár eða sama og verðbólgan. Raunávöxtun var því 0. Hrein eign sjóðsins til greiðslu  lífeyris nam  96,6 milljörðum í lok árs 2007.Meðalávöxtun sjóðsins sl. 5 ár nemur 7,5%.

Þessar  tölur sýna mikinn styrk sjóðanna. Það veitir launþegum mikið öryggi að eiga þessa sjóði en það er til skammar að stjórnvöld skuli rífa  af launþegum háar upphæðir frá almannatryggingum á móti því,sem lífeyrisþegar fá frá lífeyrissjóðum. Það er eins það sé verið að refsa fólki fyrir að hafa greitt í lífeyrissjóð.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband