Margir ætla að ganga á Hvannadalshnjúk

Fullt út úr dyrum á kynningarfundi vegna ferðar á HvannadalshnúkRíflega 300 manns mættu á kynningarfund vegna ferðar 66°Norður og Íslenskra Fjallaleiðsögumanna á Hvannadalshnúk sem haldinn var í verslun 66°Norður í Faxafeni. Mikill áhugi er fyrir ferðinni og æfingaprógraminu sem búið er að setja upp til þess að undirbúa fólk fyrir ferðina. Nú þegar hafa yfir 160 manns skráð sig en farið verður á toppinn tvo daga, annars vegar laugardaginn 31. maí og hins vegar 7. júní.

Sl. laugardag var æfingaganga. Gengið var á Skarðsheiði og voru þátttakendur um 100 talsins. Áhugi á fjallgöngum er mikill um þessar mundir. Er það vel,þar eð hreyfing er af því góða og bætir heilsuna.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband