Verðbólgan 8,7%

Vísitala neysluverðs hækkaði um 1,47% frá fyrra mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkaði um 1,49% frá febrúar. Síðastliðna tólf mánuði (miðað við verðlag í upphafi mánaðar í fyrra en um miðjan mánuð nú) hefur vísitala neysluverðs hækkað um 8,7% Greiningardeildir bankanna spáðu 1,2-1,4% verðbólgu í mánuðinum og hefði það þýtt að tólf mánaða verðbólga hækkaði úr 6,8% í 8,4-8,6%. Í síðasta mánuði hækkaði vísitala neysluverðs um 1,38% frá fyrra mánuði.

Á þriðjudag hækkaði Seðlabanki Íslands stýrivexti sína um 1,25% í 15%. 

Sú hækkun vaxta mun ekki hafa mikil áhrif í því efni að lækka verðbólguna. Hins vegar getur vaxtahækkunin haft áhrif í þá átt að hækka gengi krónunnar eitthvað en fyrri reynsla leiðir í ljós,að þó gengi krónunnar hækki þá lækka innfluttar vörur ekkert.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Mesta verðbólga í 6 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband