Mikill meirihluti að snúast á sveif með að hefja eigi undirbúning aðildarumsóknar að ESB

67,8 prósent þátttakenda í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins  segjast nú vilja að ríkisstjórnin hefji undirbúning aðildarumsóknar að Evrópusambandinu. Stuðningurinn er mestur meðal kjósenda Samfylkingar, 87,2 prósent, en minnstur meðal kjósenda Frjálslynda flokksins, 42,9 prósent. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Enginn munur er á afstöðu svarenda könnunarinnar eftir kyni og mjög lítill munur eftir búsetu. Þannig segjast 69,5 prósent svarenda á höfuðborgarsvæðinu vilja að undirbúningur hefjist, en 65,1 prósent íbúa á landsbyggðinni.

Þessi niðurstaða í skoðanakönnun Fréttablaðsins er mjög athyglirverð. Hún bendir til þess að mikill meirihluti sé að snúast á þá sveif að Ísland eigi að hefja undirbúning aðildarumsóknar að ESB.Það fer því að verða erfitt fyrur Sjálfstæðisflokkinn  að hundsa vilja almennings í þessu efni. En samkvæmt stjórnarsáttálanum er aðildarumsókn ekki á dagskrá en sérsök Evrópunefnd á að fylgjast með þróun hjá ESB og meta stöðuna hverju sinni. Þessi nefnd hefur aðeins nýlega verið skipuð og hefur lítið sem ekkert starfað.

 

Björgvin Guðmundsson

 


mbl.is 67,8 vilja hefja undirbúning aðildarumsóknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

og ég segi pass, vonandi að verkamannafjölskyldur búi sig vel ef af verður innganga í ESB, íslenskt verkafólk missir vinnuna og menntafólkið fær vinnu út um allan heim í þessu Hitler samkundu, Hitler kætir nú í gröf sinni.. Evrópa er að verða orðin eins og hann ætlaði sér á sínum tíma , ein stjórn og einn gjaldmiðill, en Hitler ætlaði þýska markinu að verða gjaldmiðil Evrópu, en það er bara sama kúgunin, hvað gjaldmiðill sem verður, veit maður að margt sparast í því opinbera og annað verður dýrara, enn er ekki búið að þýða og ganga frá EES samningnum fyrir íslendinga alla, bara viðskiptafólkið og menntaflóruna. lýðurinn er eftir enda er þetta ekki hugsað fyrir hann, vald og nægtir eru þetta fyrir háaðalinn og gengur sá flokkur sem þykist berjast fyrir verkalýðinn fremstur í flokki að gera verkafólk atvinnulaust á Íslandi...

Man fólk ekki eftir hvernig fór fyrir Farmannastéttinni þegar EES samningur tók gildi, íslendingunum sagt upp og Pólverjar-Rússar og Filippseyingar ráðnir í staðin, ekkert af þessum löndum voru þá innan ESB, þá var samninginum  EES breytt fyrir atvinnurekendur þannig að það þætti nógu að umboðskrifastofan væri innan ESB, umboðskrifstofan fyrir þetta vinnufólk frá þessum löndum var í Þýskalandi sem var í ESB, þannig var það

við íslendingana var sagt ,,"Jón minn svona er þetta nú eru engin landamæri, því þurfum við ekki að ráða Íslendinga",,,

og öllum íslendingunum hent í land á íslensku farskipunum

Tryggvi 

 fyrrverandi farmaður

TBEE (IP-tala skráð) 20.4.2008 kl. 09:50

2 Smámynd: Jónas Tryggvi Jóhannsson

Hvaða bull er þetta, ESB er reyst á rústum Hitlers í Evrópu til að ná að byggja hana þannig upp að hún fari aldrei í strið aftur. Það er gert með því að búa til einn stóran markað, þar sem er fullkomið viðskipta og atvinnufrelsi - og við Íslendingar erum partur af honum með EES samningnum. Það sem við eigum eftir að taka upp er landbúnaðarstefnan og gjaldmiðilinn. Því mun ESB aðild ekki breyta neinu fyrir verkamannafjölskyldur á Íslandi, öðru en að lánin hennar munu hætta að hækka því við getum náð böndum á verðbólgu þegar við erum laus við þennan ónýta gjaldmiðil, og að matarverð mun lækka. Þetta yrði því ein mesta kjarabót sem við eigum í boði, fyrir alla aðila.

Innganga í ESB mun ekki hafa nein áhrif á atvinnuleysi hér á landi, ekkert frekar en að meðalhiti muni hækka hér!

Jónas Tryggvi Jóhannsson, 20.4.2008 kl. 12:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband