Mjótt á munum milli Clintons og Obama

Hillary Clinton og Barack Obama, sem berjast um að verða forsetaefni bandaríska Demókrataflokksins, hafa ráðist harkalega hvort að öðru í kosningaræðum sínum um helgina. Prófkjör flokksins fer fram í Pennsylvaniu á þriðjudag og er talið er að úrslit þess geti ráðið úrslitum um það hvort þeirra verður í framboði í haust. Þetta kemur fram á fréttavef BBC. 

Obama sagði m.a  að Clinton tryði á það að segja og gera hvað sem væri til að koma hagsmunamálum í gegn í Washington. Að þannig telji hún að hlutirnir eigi og verði að vera. „Þið eigið því að kjósa hana af því að hún hefur verið lengur í Washington og kann því leikinn betur," sagði hann.

Clinton sagði hins vegar að Obama hafi gripið til niðurrifsaðgerða eftir að þau mættust í kappræðum í síðustu viku. „Það er ekki furða hvað andstæðingur minn hefur verið neikvæður undanfarna daga enda held ég að þið hafið þá séð þann mikla mun sem er á okkur," sagði hún og vísaði þar til kappræðnanna. „Þetta snýst um val á leiðtoga og ég býð ykkur leiðtoga sem þið getið treyst," sagði hún. 

Fréttaskýrendur eru flestir sammála um að Clinton verði að sigra í prófkjörinu á þriðjudag til að geta haldið baráttu sinni áfram en þrátt fyrir sigur í Pennsylvaniu mun hún ekki vinna upp forskot Obama.

Samkvæmt síðustu talningu AP fréttastofunnar hefur Obama nú tryggt sér stuðning 1.638 kjörmanna á flokksþingi Demókrataflokksins sem fram fer í ágúst en Clinton hefur tryggt sér stuðning 1.502 kjörmanna

Ef Clinton vinnur  Pennsylvaniu hefur hún möguleika á að  verða frambjóðandi ,ef hún fær nógu marga fulltrúa á flokksþingi  demokrata. En ef hún tapar Pannsylvania er hún sennilega úr leik.

Að mínu mati skiptir engu máli hvor þeirra verður frambjóðandi.

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Clinton og Obama takast á
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband