Grunnskólakennarar fá 25 þús.kr. hækkun

 

  • Skrifað var undir kjarasamning milli Félags grunnskólakennara (FG) og launanefndar sveitarfélaga (LS) í dag. Samningurinn gildir til eins árs og hækka laun kennara um 25 þúsund krónur á mánuði 1. júní auk hækkana í ágúst og október.

Samkvæmt upplýsingum frá samningsaðilum er með hækkuninni 1. júní verið að hluta til að færa launataxta að greiddum launum þar sem yfirborganir hafa átt sér stað.  Við upphaf næsta skólaárs þann 1. ágúst bætast 9000 krónur inn í launatöflu auk þess sem uppbyggingu hennar er breytt til hagsbóta fyrir yngri kennara. 1. október hækka öll starfsheiti um einn launaflokk.

Þessar þrjár hækkanir fyrir þá, sem ekki hafa notið yfirborgana, nema samtals um 15-23% á grunnlaun eftir aldurshópum. Þann 1. janúar 2009 hækka laun síðan um 2,5%. Á þessu ári má vænta að launakostnaður sveitarfélaga vegna þessa samnings hækki um 1,2 milljarða króna.

Það er fagnaðarefni,að þessir samningar skuli hafa náðst.

 

Björgvin Guðmundsson

 


mbl.is Laun grunnskólakennara hækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband