Góðir gestir í heimsókn

Friðrik krónprins Danmerkur og eiginkona hans Mary krónprinsessa komu á Bessastaði í morgun en þau eru í heimsókn á Íslandi dagana 5.-8. maí  í boði forseta Íslands Ólafs Ragnars Grímssonar og Dorrit Moussaieff forsetafrúar.

Eftir hádegisverð í boði forsetahjóna heimsækja krónprinshjónin Áslandsskóla í Hafnarfirði þar sem Leifur S. Garðarsson skólastjóri, kennarar og nemendur taka á móti gestum og kynna dönskukennslu og annað starf í skólanum.

Þaðan liggur leiðin í Þjóðmenningarhúsið þar sem Vésteinn Ólason forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar fylgir gestum um handritasýninguna.
 
Síðdegis taka Kristín Ingólfsdóttir rektor Háskóla Íslands og Stefán Arnórsson stjórnarformaður Jarðvísindastofnunar HÍ á móti Friðriki krónprins og forseta Íslands í Öskju, húsi náttúruvísinda HÍ. Þar verður stutt ráðstefna um jarðvísindi, jöklafræði og loftslagsbreytingar. Á sama tíma munu Mary krónprinsessa og forsetafrúin kynna sér íslenska hönnun og heimsækja Eggert Pétursson listmálara.

Hér er um góða gesti að ræða. Við Íslendingar viljum eiga gott samstarf við Dani og svo hefur yfirleitt verið gegnum árin enda þótt misfellur hafi einnig verið á samstarfinu hér áður.Danir sýndu mikinn rausnarskap þegar þeir afhentu okkur íslensku handritin  en að þjóðarrétti bar þeim ekki skylda til þess.Síðan hefur samstarf þjóðanna verið með miklum ágætum og engan skugga borið á.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Friðrik og Mary á Bessastöðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón

Þú segir: Við Íslendingar viljum eiga gott samstarf við Dani.  Svo segir þú: Danir sýndu mikinn rausnarskap þegar þeir afhentu okkur íslensku handritin  en að þjóðarrétti bar þeim ekki skylda til þess. 

Vilja Grænlendingar eiga gott samstarf við Dani? Færeyingar?  Erum við bara nýlenduþjóð ennþá?

Megi Danir fara andskotans til og skila okkur restinn af handritunum um leið... 

Sigurjón, 10.5.2008 kl. 06:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband