Þingvallastjórnin 1 árs

Eitt ár er í dag liðið frá undirritun stjórnarsáttmála Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar en ríkisstjórn þessara flokka tók við 24. maí 2007. Hefur börnum á leikskólanum Tjarnarborg m.a. verið boðið  í ráðherrabústaðinn í dag af þessu tilefni.

Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokks, gekk á fund Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, á Bessastöðum að morgni 23. maí og tilkynnti honum að ný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar hafi verið mynduð. Kvöldið áður höfðu flokksráð Sjálfstæðisflokks og flokksstjórn Samfylkingar samþykkt stjórnarmyndunina og ráðherraefni flokksins.

Þau Geir og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingar, kynntu síðan nýja ríkisstjórn og stefnuyfirlýsingu hennar á blaðamannafundi á Þingvöllum laust fyrir hádegi þennan dag. Daginn eftir tók ríkisstjórnin við völdum á ríkisráðsfundi á Bessastöðum.

Mér finnst frekar rýr árangur ríkisstjórnarinnar í velferðarmálum á 1.árinu.Sérstaklega finnst mér lítið hafa gerst í málefnum lífeyrisþega. Hið eina sem hefur gerst  í málefnum aldraðra og öryrkja er breyting á tekjutengingum.Dregið hefur verið úr þeim. En lífeyrir aldraðra hefur ekkert hækkað á heilu ári.Lífeyrir aldraðra sem hlutfall af lágmarkslaunum hefur minnkað eða úr 100% árið 2007 í 93,74% nú  2008. Ég geri ráð fyrir,að hér hafi strandað á Sjálfstæðisflokknum,þar eð Jóhanna Sigurðardóttir tryggingamálaráðherra vill bæta kjör lífeyrisþega. En ef hér verður ekki breyting á og Sjálfstæðisflokkurinn samþykkir ekki myndarlegar kjarabætur til handa lífeyrisþegum hefur Samfylkingin ekkert í þessari ríkisstjórn að gera.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Ríkisstjórnin ársgömul
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björgvin Guðmundsson

9-10 %. Kaupmáttur aldraðra og öryrkja hefur rýrnað um 6-7% umfram það sem kaupmáttur launþega hefur rýrnað um á sl. 12 mánuðum.

kv.  Björgvin

Björgvin Guðmundsson, 23.5.2008 kl. 14:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband