Eftirlaunalögin til meðferðar í sumar

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, lýsti því yfir á Alþingi í kvöld, að frumvörp um breytingar á eftirlaunalögum og um bætur til þeirra sem dvöldu á Breiðavíkurheimilinu á sínum tíma, komi ekki fram á Alþingi nú í vor. Búast megi við slíkum frumvörpum í haust. 

Um eftirlaunalögin sagði Geir, að formenn stjórnarflokkanna hefðu rætt það mál og beint þeirri ósk til formanna annarra stjórnmálaflokka á Alþingi að allir flokkar vinni sameiginlega að þessu máli til að finna á því lausn. Hefðu þeir tekið vel í þá málaleitan. Sagði Geir, að væntanlega verði unnið í sumar að því þingmáli, sem yrði lagt fram í haust.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, sagðist fagna því að niðurstaða hefði fengist í þetta mál.

Vænranlega næst samkomulag um mál þetta í sumar. En ekki er sama hvernig það samkomulag verður. Það verður að afnema misréttið.

 

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka 


mbl.is Farið yfir eftirlaunalög í sumar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband