Forsætisráðherra er bjartsýnn

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, gerði efnahagsástandið að umtalsefni í ávarpi sínu á Austurvelli. Sagði Geir að Íslendingar hafi árið 1969 tekist á við einhverja erfiðustu kreppu síðustu áratuga vegna aflabrests og verðhruns á erlendum mörkuðum.

Erfiðleikarnir þá voru mun meiri en nú. En með samstilltu átaki réð þjóðin við vandann og í hönd fóru blómleg ár. „Ég er þess fullviss að svo verði einnig nú," sagði Geir.

 

Ríkisstjórnin sem tók við fyrir ári síðan tók, að sögn Geirs, við góðu búi, meira að segja óvenjulega góðu búi.

„En skömmu eftir að hún var mynduð hófust miklar hræringar í efnahagslífi heimsins, sem við sjáum ekki enn fyrir endann á en höfum þó góða von um að séu að ganga yfir.

Erlendir fjármálamarkaðir hafa gengið í gegnum meiri sviptingar en um áratugaskeið og lánsfjárkreppa, sem af þeim hefur leitt, hvarvetna sagt til sín. Jafnvel virðulegustu og rótgrónustu fjármálastofnanir veraldar hafa lent í miklum erfiðleikum, tapað gríðarlegum fjármunum og sumar orðið gjaldþrota.

Hluti þess nýja alheimsvanda, sem nú er við að fást, birtist okkur í stórhækkuðu heimsmarkaðsverði á ýmsum nauðsynjum, svo sem eldsneyti og matvælum, segir forsætisráðherra.

 

Það segir sig sjálft að slíkar breytingar virka sem skattur á þjóðarbú okkar og rýra óhjákvæmilega kjör allra í landinu. Þar við bætist meiri lækkun á gengi krónunnar en búist hafði verið við, m.a. vegna breytts fjárstreymis inn og út úr landinu. Öll verðum við að laga okkur að hinum breyttu utanaðkomandi aðstæðum, jafnt fyrirtæki sem einstaklingar og opinberir aðilar. Gleymum því þó ekki hve þessi þróun leikur margar aðrar þjóðir miklu verr en okkur og verst þær sem síst máttu við nýjum áföllum.(mbl.is)

Það er gott,að forsætisráðherrann er bjartsýnn.Þegar svart er framundan er gott að þjóðarleiðtogarnir tali kjark í landsmenn og bendi þeim á,að við höfum áður upplifað þrengingar í efnahagsmálum og komist gegnum þær.Vissulega verður svo einnig nú. En áður mun að mínu mati sverfa meira að. Hætt er við auknu atvinnuleysi með haustinu.

Björgvin Guðmundsson

 

 


mbl.is Forsætisráðherra bjartsýnn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband