Afnema ætti orðuveitingar

Forseti Íslands sæmdi nokkra Íslendinga orðu 17.júní eins og venja  er til á þeim degi.Mér finnst þetta óttalegt prjál sem ætti að afnema.Hvers vegna að sæma mann orðu fyrir að vinna vinnuna sína? Flestir Íslendingar eru samviskusamir og stunda sín störf vel.En það  yrði nokkuð stór hópur,ef sæma ætti þá alla orðu. Lengi vel neituðu jafnaðarmenn að taka við orðu. Þannig vildi Gylfi Þ.Gíslason ráðherra og formaður Alþýðuflokksins ekki taka við orðu. Þetta kann að hafa breyst. Einhverju sinni fékk ungur sýslumaður,sem var að taka við embætti,orðu. Hann hafði  ekkert  afrekað .Þegar ég leitaði skýringa á þessu fékk ég þetta svar: Jú hann þarf að taka á móti erlendum þjóðhöfðingja og talið er nauðsynlegt að hann verði með  orðu eins og þjóðhöfðinginn! Þegar ég var í stjórn Blaðamannafélagsins var ég beðinn að mæla með því að ákveðinn félagsmaður fengi orðu. Það átti að senda erindi til orðunefndar og " sækja um orðu" fyrir umræddan mann. Mér þótti það

"kúnstugt"  að sótt væri um orðu  eins og að sækja um starf eða embætti. En þannig var þetta  þá og er ef til vill enn.Það á að afnema orðuveitingar.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband