Er launajafnrétti á næsta leiti

Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra segir að ríkisstjórnin muni brátt efna loforð sitt um að bætt kjör kvennastétta. Í haust verði kynnt áætlun um afnám kynbundins launamunar hjá ríkinu. Það muni svo skila sér í launaumslag kvenna.

Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir að gerð verði áætlun um að minnka óútskýrðan kynbundinn launamun hjá ríkinu og stefnt sé að því að launamunurinn minnki um helming á kjörtímabilinu. Einnig að vinna eigi með aðilum vinnumarkaðarins að því að útrúma launamun á almennum markaði.

Þá segir í yfirlýsingunni að endurmeta beri sérstaklega kjör kvenna hjá hinu opinbera, einkum þeirra stétta þar sem konur eru í miklum meirihluta. BSRB reyndi að fá þetta efnt í kjarasamningum nýverið en tókst ekki. Þá er kjaradeila hjúkrunarfræðinga og ríkisins hjá sáttasemjara. Ein af kröfum hjúkrunarfræðinga er að ríkisstjórnin efni loforð sitt um að bæta kjör kvennastétta.

Það er ekki vonum fyrr,að loforð um afnám launamisréttis verði uppfyllt.Það er t.d. furðuleg,að ríkið sjálft skuli brjóta jafnréttislögin og   líða launamisrétti.Væntanlega verður nú breyting á. En alls staðar  blasir við launamisrétti.Mest er það í einkageiranum og þó búið sé að samþykkja lög um að launamenn megi upplýsa um laun sín þrátt fyriir andstöðu atvinnurekenda heldur launapukrið áfram.Þetta lagast ekki fyrr en beitt verður viðurlögum,þegar lögin eru brotin.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband