Hanna Birna dregur ekkert að

Samfylkingin fengi átta fulltrúa og meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur ef kosningar færu fram nú. Þetta er niðurstaða skoðanakönnunar sem Félagsvísindastofnun HÍ vann dagana 2.-22. júní fyrir Samfylkinguna. Fylgi Samfylkingar mælist 48,2%, en fylgi Sjálfstæðisflokks 29,2%, sem myndi skila flokknum fimm fulltrúum. VG fengi 13,5% fylgi og tvo fulltrúa.

Í könnun sem Capacent Gallup gerði í maí fékk Samfylkingin 45% fylgi og Sjálfstæðisflokkurinn 27%.

Af þeim sem tóku afstöðu vildu 53,7% fá Dag B. Eggertsson sem borgarstjóra, en 26,8% vildu fá Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, sem tók við sem oddviti Sjálfstæðisflokksins þegar framkvæmd könnunarinnar var hálfnuð.(mbl.is)

Þessi könnun leiðir í ljós,að  engin breyting hefur orðið við .að sparka Villa sem leiðtoga og taka Hönnu Birnu í staðinn. Hún hefur ekkert dregið að. Könnunin sýnir,að vandi Sjálfstæðisflokksins í Rvk. stafar ekki af foringjavanda. Vandinn er vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn beitti bolabrögðum til þess að ná völdum í Rvk., og keypti  Ólaf F. til fylgis við sig með borgarstjórastölnum. Reykvíkingar vilja ekki slík vinnubrögð.

 

Björgvin Guðmundsson

 


mbl.is Samfylkingin fengi meirihluta í borgarstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband