Slæm mannréttindastefna Íslands

Það er rétt,sem sagt hefur verið í sambandi  við mál Paul Ramses,að það er lítil mannúð í mannréttindastefnu Íslands.Paul var fluttur fyrirvaralaust frá Íslandi til Ítalíu frá konu og börnum og látinn dúsa á flugvellinum í Róm fyrstu dagana.

Búið er að flytja Paul Ramses frá flugvellinum að nokkurs konar búðum þar sem fleiri í svipaðri aðstöðu og hann búa. Ítalska lögreglan virtist hissa þegar íslensku gæslumennirnir afhentu hann þarlendum yfirvöldum á flugvellinum.

Paul Ramses, sem kemur frá Kenía,var fylgt af lögreglu til London og þaðan  til Ítalíu. Ramses flúði upphaflega frá Naíróbí í Kenýa en þar sætti hann ofsóknum. Hann sótti hér um landvistarleyfi en var synjað. Kona Ramses, Rosemary Atieno Athiembo, og mánaðargamall sonur eru enn hér á landi.

Rosemary Atieno Athiembo, eiginkona Pauls, heyrði í manni sínum um kvöldmatarleytið í gærkvöld. Sagði hann henni að íslensku gæslumennirnir hefðu afhent sig ítölsku lögreglunni á flugvellinum í gær. Hann sagði henni enn fremur að ítalska lögreglan hefði virst mjög hissa á að verið væri að koma með hann til landsins.

Paul sagði að búið væri að flytja hann frá flugvellinum að byggingu þar sem fyrir væru aðrir flóttamenn í svipaðri stöðu og hann sjálfur. Honum hafði þá verið tjáð að þarna myndi hann vera næstu þrjár vikurnar. Hann hafði enga hugmynd um hvenær mál hans myndi verða tekið fyrir eða hvert hann færi eftir að þessar þrjár vikur væru liðnar.

Burt séð frá lagalegri hlið þessa máls finnst mér mjög ómanneskjulegt hvernig íslensk yfirvöld komu fram við Ramses þegar honum var vísað úr landi. Það var gert fyrirvaralaust,með eins dag fyrirvara. Ekkert var athugað hvort unnt væri að halda fjölskyldu hans saman,t.d. með því að reyna að koma þeim til Svíþjóðar,þar sem  konan hafði landvistarleyfi.Íslendingar eru góðir mannréttindamenn í ræðum en ekki í verki.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Ramses farinn af flugvellinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta lið sem er að væla um þennann Ramzes eru aðalega kaffihúsaVGhasshausar,gamalt og góðhjartafólk sem ekkert aumt má sjá og fer að gráta á haustin þegar lömbin fara í sláturhúsið og svo auðvitað Islenskar ungar druslur sem fara á flot þegar þær sjá svertingja frá Afríku!

óli (IP-tala skráð) 5.7.2008 kl. 10:46

2 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Ég gef ekki mikið fyrir þetta kynþáttaofsóknarugl í þér Óli, sem jaðrar við algera siðblindu. Ég sé ekkert athugavert við, að íslenskt kvenfólk renni hýru auga til manns með dökkan húðlit. Við erum öll jöfn fyrir Guði eða er ekki svo ? Áður en þú sendir meira bull frá þér, ætturðu að kynnar þér betur einföldustu grundvallarreglur íslenskrar stafsetningar, væni minn, og busta betur í

þér tennurnar, svo að ekki kallist þú "sóðakjaftur" í framtíðinnni á bloggsíðum Morgunblaðsins.

Með vinsamlegri kveðju frá LYCKEBY / Karlskrona, Svíþlóð, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 6.7.2008 kl. 21:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband