Surtsey meðal heimsminja Unesco

Surtsey hefur verið skráð á heimsminjaskrá UNESCO, en heimsminjanefnd UNESCO fjallaði um umsókn Íslands á fundi sínum í Quebec í Kanada gær.

Fram kemur í rökstuðningi nefndarinnar að það sem þyki einna merkilegast við eyjuna er að hún hafi verið verndað friðland frá því hún myndaðist í eldgosi á árunum 1963 til 1967, hún sé því einstök rannsóknarstöð þar sem vísindamenn geta fylgst með þróun dýra- og plöntulífs.

Sérstakt leyfi Umhverfisstofnunar þarf til að heimsækja Surtsey. Aðgangurinn er takmarkaður til þess að valda sem minnstri truflun á óheftum framgangi náttúrunnar. Stöðug vöktun er með vexti lífríkisins í eynni og mótun landsins, jarðhita, landrofi og myndun móbergs. Það eru fyrst og fremst vísindamenn sem fá að heimsækja Surtsey en á síðari árum hafa nokkrir sem vinna að gerð heimildarmynda og tímaritsgreina fengið leyfi til að heimsækja eyna. Líffræðingar fara á hverju ári og fylgjast með gróðri og dýralífi og er leiðangur þeirra ráðgerður í næstu viku. Jarðfræðingar hafa farið annað hvert ár.( mbl.is)

Það er mjög ánægjulegt,að Surtsey skuli vera komin á heimsminjaskrá Unesco.Það er að þakka því að íslennskir vísindamenn hafa hugsað mjög vel um eyjuna frá fyrstu tið.Í rauninni er Surtsey algerlega einstök. Þarna hefur verið fylgst með lífi myndast frá því eyjan myndaðist.Hvergi   annars   staðar hafa íslenskir vísindamenn haft svo sérstakt tækifæri. 

 

Björgvin Guðmundsson

 

Fara til baka 


mbl.is Surtsey á heimsminjaskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband