Forseti alþingis kallar ekki saman þing í ágúst

Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis, hefur með formlegum hætti svarað bréfi þingflokks VG en í bréfinu kom fram ósk þingflokksins um að þing verði kallað saman eftir verslunarmannahelgi til að fjalla um stöðuna í efnahagsmálum. Sturla bendir á að það ekki á valdi forseta Alþingis að hlutast til um að þing verði kvatt saman á ný. Aðeins forseti lýðveldisins, eftir ósk og með atbeina forsætisráðherra, hafi vald til þess, auk meiri hluta alþingismanna.(mbl.is)

Ekki var við því að búast,að þing yrði kallað saman strax eftir verslunarmannahelgina. Þingmenn vilja hafa jafnlangt frí og skólanemendur.Þeir vilja hafa frí allt sumarið. Þeir vilja ekki vinna eðlilegan vinnutíma eins og aðrir þegnar þjóðfélagsins. Auðvitað eiga þeir aðeins að hafa 6 vikna sumarleyfi eins og aðrir.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 

 


mbl.is Forseti Alþingis kallar ekki saman þing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll vertu.

Ég vill nú bara byrja á því að nefna að ég er nú alls ekkert á móti því að þing yrði kallað saman strax á eftir verslunarmannahelgi.

En ég verð nú samt að segja að ég myndi nú ekki kalla þetta "sumarfrí" hjá alþingismönnum, eða amk ekki hjá þessum æðstu, gæti verið að þessu "small ones" séu að geta nýta þetta þingfrí ágætlega. En allir ráðherrar t.d. get ég ekki sagt séu í fríi ásamt eitthvað af þingmönnum, en það var samt gaman að heyra að hann Geir var að fá smá frí og Þorgerður tók við hans starfi. En samt sem áður vill ég losna við þessa alsherjarnefnd þar sem allt of mikið af málum frosna! T.d. frumvarp sem var verið að reyna að koma í gegn 4 árið í röð komst aldrei í umræði nr.2 útaf alsherjarnefnd! Sennilega þökk sé VG sem sitja það.

En svo að "sumarfríi" skólanemenda. Ekki myndi ég kalla þetta sumarfrí sem skólanemendur eru að fá hérna á Íslandi. Veit ekki betur en að flest allir skólanemendur eru að vinna allt sumarið, annar hver getur kannski skroppið erlendis með félögum sínum í 2 vikur. En annars er bara verið að vinna fyrir tekjunum næsta skólaárið sem tekur við. Á meðan t.d. samnemendur í DK taka margir SUMARFRÍ og nýta það í að ferðast t.d. um evrópu á eurotrail eða slíkt, það er eitt sem ég stefni að, en sé svosem ekki fram á það fyrir en að ég klára mitt nám.

En jæja mitt comment er orðið lengra en blogfærslan þín, þannig ég segi þetta gott í bili.

Hörður A. G. (IP-tala skráð) 24.7.2008 kl. 00:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband