Obama fagnað mjög í Berlín

Hundruð þúsunda hlýddu á bandaríska forsetaframbjóðandann Barack Obama  þegar hann hélt ræðu í Berlín í dag. Var honum tekið sem rokkstjörnu og mál manna að þarna væri maðurinn kominn sem myndi bæta tengslin milli Bandaríkjanna og Evrópu.

 

Knútur Kristinsson, tónlistarmaður, er á tónleikaferðalagi í Berlín og var viðstaddur ræðu Obama sem lauk fyrir stundu. Segir hann að upplifunin hafi verið ótrúleg.

,,Það var ótrúleg stemning á svæðinu, ekki ósvipuð því og rokkstjarna væri komin á staðinn. Svavar sagði meirihluta viðstaddra hafa verið ungt fólk. Víða mátti sjá skilti með nafni Obama og setningum eins og Barack’n roll enda hefði allt umhverfið verið eins og risastórir tónleikar væru í borginni en ekki stjórnmálamaður.

,,Alls staðar mátti sjá bjórsölustanda, sölumenn með ýmsan varning eins og stuttermaboli með mynd Obama, derhúfur og annan varning. Obama helgaði ræðu sína utanríkismálum og sagði að Berlín væri táknmynd frelsisins. Hann sagði að mikilvægt væri að Bandaríkjamenn áttuðu sig á alheimssamhengi fátæktar og umhverfisvanda og að rætur ýmissa vandamála sem steðjuðu að Bandaríkjamönnum væri að finna í fátækt. Það væru hagsmunir allra að vinna í sameiningu að því að leysa vandamál eins og fátækt og umhverfisvandamál. Dreifa þyrfti betur auðæfum heimsins og vinna að jöfnuði. Bandaríkjamenn þyrftu að skilja að rætur hryðjuverka lægju oft í fátækt. Þessir gömlu bandamenn, Evrópa og Bandaríkin, þyrftu að vinna saman.

Undirtektir almennings voru gríðarlega góðar.(mbl.is)

Margir aðrir bandarískir stjórnmálamenn hafa talað í Berlín en þeirra frægastur var Kennedy.Obama hefur verið að kynna sig í Evrópu og Asiu og afla sér þekkingar á utanríkismálum.En það háir honumhelst,að hann hefur ekki mikla þekkingu á alþjóðamálum.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Obama tekið sem rokkstjörnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband