Dýrustu hamborgarar í heimi ekki langur á Íslandi!

Norðmenn sitja nú stoltir í efsta sæti Big Mac vísitölunnar, sem breska tímaritið Economist reiknar út árlega. Hafa Norðmenn náð efsta sætinu af Íslendingum sem oftast hafa verið afar ofarlega á listanum. Nú er Ísland í 3.-4. sæti ásamt Dönum en á eftir Norðmönnum, Svíum og Svisslendingum.

Í vísitölunni er borið saman verð á Big Mac-hamborgaranum víða um heim. Samkvæmt henni er gengi íslensku krónunnar gagnvart Bandaríkjadal 67% hærra en það ætti að vera, þ.e. ef Big Mac kostaði jafnmikið og í Bandaríkjunum. Þetta hlutfall er hins vegar 121% í Noregi, 79% í Svíþjóð og 78% í Sviss.(mbl.is)

Íslendingar hafa verið í efsta sæti og státað af því að selja dýrustu hamborgara í heimi. Nú eru Norðmenn þessa heiðurs aðnjótandi.Þetta er ekkert grin. Þetta innsiglar hátt verðlag hér á landi. Við erum með eitt hæsta verð í heimi á matvælum.Nú   deilum við heiðrinum með Norðmönnum.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Ísland tapar efsta sætinu í Big Mac vísitölunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband