Heilindi borgarstjóra dregin í efa

Svandís Svavarsdóttir og Árni Þór Sigurðsson, borgarfulltrúar VG, segja að borgarstjóri verði að una því að heilindi hans séu dregin í efa. Hann fari að auki með rangt mál í yfirlýsingum sínum varðandi Kárahnjúkavirkjun.

Yfirlýsing þeirra er eftirfarandi:

„Á dögunum voru þau boð látin út ganga frá skrifstofu borgarstjórans í Reykjavík að heilindi hans skuli ekki dregin í efa. Í lýðræðisþjóðfélagi, þar sem skoðanafrelsi á að ríkja, verður jafnvel borgarstjórinn í Reykjavík að sæta því að málflutningi hans sé mótmælt og jafnvel heilindin í efa dregin.

Í yfirlýsingu borgarstjóra frá í dag, vegna Bitruvirkjunar, segir borgarstjóri m.a: „R listinn samþykkti á sínum tíma þátttöku Reykjavíkurborgar í Kárahnjúkavirkjun." Borgarstjóra hlýtur að vera fullljóst að þessi fullyrðing stenst ekki. Kárahnjúkavirkjun var samþykkt í borgarstjórn með 9 atkvæðum gegn 5 en einn fulltrúi sat hjá. Borgarfulltrúar úr Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki (8 talsins) auk þáverandi borgarstjóra, núverandi formanns Samfylkingarinnar, samþykktu ábyrgð borgarinnar á virkjuninni. Báðir borgarfulltrúar úr Vinstri grænum, tveir borgarfulltrúar úr Samfylkingu auk núverandi borgarstjóra greiddu atkvæði gegn virkjunni. Rétt skal vera rétt.

Málflutningur borgarstjóra einkennist ekki af „heilindum" þegar hann hagræðir sannleikanum í því skyni að varpa dýrðarljóma á sjálfan sig."(mbl.is)

Nokkuð hefur borið á því að borgarstjóri færi frjálskega með  staðreyndir eins og fram kemur í yfirlýsingu borgarfulltrúa VG.Æskilegt er,að  sá,sem gegnir svo háu embætti sem embætti borgarstjóra vandi málflutning sinn svo hann standist.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Segja borgarstjóra fara með rangt mál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband