Skattakóngurinn greiðir 450 millj. í skatt

Kristinn Gunnarsson, apótekari, greiðir hæstu opinberu gjöld í Reykjavík á þessu ári og jafnframt á landinu öllu. Samkvæmt upplýsingum skattstjórans í Reykjavík greiðir hann 450.816.061 krónu í heildargjöld. Vilhelm Róbert Wessman, kaupsýslumaður, greiðir 284.760.200 krónur í heildargjöld og Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, 275.149.863 krónur.

Alls nema heildargjöld í Reykjavík 90,9 milljörðum króna en 100.098 eru á álagningarkskrá. Þar af greiða 1540 börn skatta, samtals um 21 milljón  króna.

  1. Það er athyglisvert,að apótekarar virðast enn geta rakað að sér miklum tekjum.´Ætlunin  var fyrir nokkrum árum að draga úr óeðlilegum gróða apotekara en það virðust ekki hafa tekist.Sömu sögu er að segja  um tannlækna. Þeir raka einnig að sér miklum gróða. Það er undarlegt hvernig sumar stéttir geta rakað að sér  miklum gróða enda þótt menntun þeirra sé ekki meiri en annarra. Í sumum tilvikum,eins og hjá apotekurum er .það vegna einökunaraðstöðu sem þeir hafa haft.
  2. Björgvin Guðmundsson 

mbl.is Greiðir 450 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alveg merkilegt hvað fólk ætlar ekki að skilja þessar skattaskrár og heldur ennþá að þetta hafi eitthvað með laun og gróða að gera. Allir þeir sem reka fyrirtæki á eigin kennitölu eins og apótekarar voru skyldugir til að gera þangað til fyrir örfáum árum fá ÖLL opinber gjöld og skatta sem verða til í rekstrinum inn í þessa heildartölu, man ekki hvort virðisaukaskatturinn er þarna inni líka en allt annað er þarna þannig að þetta hefur ekkert með gróða eða laun þessa einstaklings að gera, hann gæti hæglega verið að tapa milljónum á þessu á hverju ári og samt verið hæstur á þessum heimskulega lista.

Gulli (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 11:20

2 identicon

Þetta er ógeðslegt.

Valsól (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 11:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband