Álver við Bakka í umhverfismat

Undirbúningur vegna álvers á Bakka var skemmra á veg kominn en vegna álvers í Helguvík, og er það helsta ástæða þess að nú var tekin ákvörðun um að álver á Bakka fari í heildstætt umhverfismat, en slíka ákvörðun var ekki unnt að taka vegna álversins í Helguvík.

Þetta sagði Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra um ástæður þess að hún ógilti ákvörðun Skipulagsstofnunar og úrskurðað að heildstætt mat á umhverfisáhrifum vegna fyrirhugaðs álvers á Bakka við Húsavík og tengdra framkvæmda skuli fara fram.

Ekki var talið að það myndi standast meðalhófsreglu að ógilda úrskurð vegna Helguvíkur, en nú var ekki litið svo á að gengið væri gegn þeirri reglu, sagði Þórunn.(mbl.is)

Hér er um mjög róttæka ákvörðun að ræða.Hefur hún þegar sætt gagnrýni m.a. hjá vissum þingmönnum Sjálfstæðiflokksins. Einn þeirra telur þessa ákvörðun reka fleyg í stjórnarsamstarfið.Ég er sammála  

ákvörðun Þórunnar.Ég tel nóg að reisa eitt  álver nú og hefi áður lýst þeirri skoðun minni,að Helguvík eigi að koma á undan. En þar með er ekki sagt,að Bakki geti ekki komið síðar.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Undirbúningur skemmra kominn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband