Ólafur F. vildi Tjarnarkvartett

Það lá fyrir klukkan ellefu í morgun, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins, að Ólafur F. Magnússon væri reiðubúinn að segja af sér og vildi víkja sem borgarfulltrúi  fyrir Margréti Sverrisdóttur til að greiða fyrir myndun nýs meirihluta Framsóknar, Samfylkingar, Vinstri grænna og F-listans.

Óskari Bergssyni, borgarfulltrúa Framsóknarflokks, var gert það kunnugt og tók hann sér umþóttunartíma.

Þrátt fyrir þetta er búist við að formlega verði tilkynnt um nýjan meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknar síðar í dag. ( mbl.is)

Þrátt fyrir þetta er búist við að Óskar Bergsson velji fremur að vinna með íhaldinu. Hann hafði í hendi sér að mynda  nýjan meirihluta Tjarnarkvartettsins. En það kemur ekki á óvart,að Framsókn hafi heldur valið íhaldið. Það gæti einnig verið fyrirboði um hvað Framsókn vill í landsmálum þrátt fyrir tal Guðna.

 

Björgvin Guðmundsson
 

Fara til baka 


mbl.is Ólafur vildi Tjarnarkvartett
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Liberal

Og hver ætli vilji vinna með krötunum og kommunum?  Liði sem getur aldrei sameinast um nokkurn skapaðan hlut annan en að vera með minnimáttarkennd gagnvart Sjálfstæðisflokknum.

Ástæðan fyrir því að kratar og kommar hafa aldrei verið neitt neitt í stjórnmálum er að þegar til kastanna kemur flýja þessi öfl ábyrgð og þora ekki að taka á málum sem þarf að taka á.  Það sést einna best í landsmálunum þar sem Samfylkingin er höfuðlaus her sem gerir lítið annað en að þvælast fyrir landi og lýð með heimskulegum uppátækjum og upphlaupum. 

Það kemur hreint ekki á óvart að Óskar vilji frekar vinna með Sjálfstæðisflokknum en gaggandi pólitískum hænsnum af vinstrivængnum, það ber merki um að hann hefur snefil af metnaði til að vinna hluti af festu og ábyrgð, en ekki drekkja borgarbúum í innihaldslausu blaðri Dags, eða botnlausum frekjugangi í Svandísi. 

Liberal, 14.8.2008 kl. 15:20

3 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Ég sá að Liberal og Hallur voru búnir að segja allt sem segja þarf um þessi mál nema kannski að áhugi á samstarfi við Framsóknarflokkinn er örugglega einnig fyrir hendi hjá Sjálfstæðisflokknum eftir eins árs samstarfs við Samfylkinguna. 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 14.8.2008 kl. 18:24

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

"Ekki frétt"

Sigurður Þórðarson, 14.8.2008 kl. 21:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband