Framsókn til samstarfs við íhaldið í Rvk.Sveik Tjarnarkvartettinn

Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokks, verður borgarstjóri og Óskar Bergsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokks, verður formaður borgarráðs í nýjum meirihluta, sem tekur við á aukafundi borgarstjórnar Reykjavíkur á fimmtudag.

Þá verður einnig kynntur nýr málefnasamningur flokkanna, sem mun byggja að stórum hluta á þeim málefnasamningi, sem lá til grundvallar samstarfinu að loknum síðustu kosningum.(mbl.is)

Eftir að Ólafur F. gekk til samstarfs við  íhaldið í Reykjavík í janúar sl. þá lýsti Tjarnarkvartettinn því yfir,að hann ætlaði að starfa saman út kjörtímabilið. Óskar Bergsson og Framsókn var aðili að því samkomulagi.Hugsunin var m.a. sú að koma í veg fyrir að íhaldið gæti  valið einn og einn flokk út úr  til fylgislags við sig eins og íhaldið hefur leikið í landsmálunum.Óskar Bergsson hefur nú svikið þetta samkomulag.Hann stóðst  ekki  tilboð íhaldsins frekar en Ólafur F.Honum var að vísu ekki boðin borgarstjórastaðan en Óskar er ungur maður í pólitík og formennska í borgarráði er mikil upphefð fyrir hann.Hætt er við að Framsókn tapi á þessu ráðslagi  og var fylgið þó ekki mikið fyrir.

Björgvin Guðmundsson

 

 


mbl.is Hanna Birna borgarstjóri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Framsókn sveik engan,  Árni Þór rauf samkomulag um að beita ekki klækjastjórnmálum þegar hann reyndi að fá sitjandi borgarstjóra til að segja af sér.  Þetta gerði hann greinilega með velvilja og samþykki Dags.   VG og Samfylking sviku Óskar og framsóknarmenn þegar Bitruvirkjun var slegin af og 1000-1500 milljónum hent út um gluggan.  Um þetta fagn var ekkert samráð í Tjarnarkvartettnum og Óskar gerði strax þá ágreining og lísti vonbrigðum með þessi vinnubrögð.   Það má síða telja fleiri svik til ef vilji er til þess, en maður eins og þú Björgin fylgist það vel með að þú veist þetta allt saman þó svo að þú kjósir að túlka söguna eins og skrattinn biblíuna.

GVald (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 00:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband