Fylgi nýja meirihlutans ekki meira en þess eldri

Í skoðanakönnun, sem Fréttablaðið birtir í dag, kemur fram að 26,2% segjst styðja nýjan meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í borgarstjórn Reykjavíkur. Er þetta álíka stuðningur og meirihluti D- og F-lista naut þegar hann var myndaður í janúar. 73,8% segjast ekki styðja meirihlutann.

Í könnuninni var spurt um fylgi flokka. 46,8% sögðust myndu kjósa Samfylkingu ef kosið væri nú,  27,9% Sjálfstæðisflokk, 17,7% VG, 4,5% Framsóknarflokk og 3,4% F-lista. Samkvæmt því fengi Samfylking 8 borgarfulltrúa, Sjálfstæðisflokkur 4 og VG 3.

Hringt var í 600 Reykvíkinga í gær. 89% tóku afstöðu til spurningar um meirihlutann og 55,5% til spurningar um einstaka flokka. (mbl.is)

Samkvæmt   þessu hefur fylgi íhaldsins í Rvk. ekkert aukist við að sparka Ólafi og og taka Óskar Bergsson,Framsókn,í staðinn. Fylgið er óbreytt.Reykvíkingar hafa fengið nóg af þessu valdabrölti. Þeir virðast treysta Samfylkingunni best til þess að taka við stjórn borgarinnar.

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka 


mbl.is 26,2% segjast styðja nýjan meirihluta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Er þetta ekki það sem má kalla mikinn sigur þ.e. varnarsigur.

Sigurjón Þórðarson, 17.8.2008 kl. 11:10

2 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Ég held að við verðum nú að gefa Hönnu Birnu og Óskari aðeins meiri tíma eftir allar þær katastrófur, sem á undan eru gengnar!

Spyrjum að leikslokum og það eru nærri tvö ár til kosninga, því má ekki gleyma.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 17.8.2008 kl. 11:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband