Hanna Birna vill aukið samstarf við minnihlutann

Hanna Birna Kristjánsdóttir, nýr borgarstjóri Reykjavíkurborgar, segir að mest aðkallandi verkefni hins nýja meirihluta sé að koma á öryggi og festu í stjórnkerfinu og tryggja að ákvarðanir gangi hratt og örugglega fyrir sig.

„Hægagangur hefur verið inngróinn í kerfið of lengi og það þarf að snúa því blaði við. Það þarf að sýna að Reykjavíkurborg er nútímalegt fyrirtæki sem klárar hlutina,“ segir Hanna Birna.

Hanna Birna telur mikilvægt að efla samstarfið við minnihlutann, það skili sér í vandaðri ákvarðanatöku og efli traust. „Ég hef boðað stóraukið samstarf við minnihlutann og vil gjarnan formgera það samstarf með einhverjum hætti. Ég er þeirrar skoðunar að of oft séu átök í borgarstjórn átakanna vegna. Ég er sannfærð um að því fleiri sjónarmið sem koma að, því sterkari og betri verði niðurstaðan.(mbl.is)

Varðandi málefnin er ljóst,að nýi meirihlutinn vill halda flugvellinn og taka svæðið undir byggingarsvæði. Það er ný stefna.

Stefna meirihlutans varðandi Bitru virkjun er óljósari.Sagt er,að hefja eigi rannsóknir vegna Bitru á ný.En ekkert er sagt um virkjun enda ljóst,að Bitra verður ekkert virkjuð á þessu kjörtímabili. Það er því blekking þegar gefið er í skyn að virkjað verði á tímabilinu.Mér líst vel á hugmyndir Hönnu Birnu um aukið samstarf við minnihlutann. Það er vissulega nauðsynlegt,að draga úr þeim heiftarlegu deilum sem verið hafa og hugsa meira um hag borgarbúa.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


mbl.is Vill auka samstarf við minnihluta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband