Kynbundinn launamunur eykst.Aðgerða er þörf

Niðurstöður launakönnunar SFR - stéttafélags í almannaþágu, sýna að kynbundinn launamunur er viðvarandi og vaxandi vandamál hjá hinu opinbera. Munurinn hefur aukist um 3% á milli ára hjá SFR, en stendur í stað hjá félagsmönnum VR.

Þannig hafa meðalheildarlaun karla í fullu starfi sem eru félagar í SFR verið 376 þúsund í ár, en meðalheildarlaun kvenna 274 þúsund krónur. Konur fá því að meðaltali 27% lægri heildarlaun en karlar.

Í heildalaunum koma þó fram launaþættir sem skýra að hluta hærri heildarlaun karla, en þegar tekið hefur verið tillit til allra þátta, s.s. aldurs, vinnutíma, eftirvinnu o.s.frv. stendur eftir að óútskýrður launamunur kynjanna er 17,2%, sem er veruleg aukning frá síðasta ári þegar munurinn mældist 14,3%. (mbl.is)

Þetta er alvarlegt mál. Samkvæmt þessu eru lög brotin. Samkvæmt þeim á að vera launajafnrétti. En launamunurinn er um 100 þús kr. á mán.eða 27%. Ljóst er,að stjórnvöld  verða að grípa til aðgerða ef lögin um launajafnrétti eiga ekki að vera dauður bókstafur.

 

Björgvin Guðmundsson

 


mbl.is Kynbundinn launamunur eykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband