mbl.is:Það lá við stjórnarslitum

Samstarf ríkisstjórnarflokkanna hékk á bláþræði um tíma í gær vegna ástandsins í efnahagsmálum þjóðarinnar. Í allan gærdag funduðu ráðherrar innan ríkisstjórnarinnar um mögulegar aðgerðir gegn hruni krónunnar en gærdagurinn var einn sá svartasti í íslensku efnahagslífi.

Krónan náði nýjum lægðum, erlendar fjármálastofnanir hættu að versla með gjaldmiðilinn og gjaldeyrisforði þjóðarinnar að þrotum kominn. Einn þingmaður stjórnarflokkanna orðaði það sem svo að komið væri að „stóra stoppi og að neyðarástand ríkti í efnahagsmálum“. Þá virðist lítill skilningur vera meðal margra stjórnarmanna á því sem þeir kalla aðgerðaleysi Seðlabankans og krafa um aðgerðir varð háværari eftir því sem á leið vikuna.

Innan Samfylkingar hefur einnig verið óánægja með aðdraganda Glitniskaupa ríkissjóðs. Heimildarmenn 24 stunda innan Samfylkingar og ríkisstjórnar segja óánægjuna hafa magnast þegar á leið vikuna og að steininn hafi tekið úr þegar Davíð Oddsson seðlabankastjóri mætti á ríkisstjórnarfund á þriðjudag og lagði til að tekin yrði upp þjóðstjórn og að hinir viðskiptabankarnir tveir yrðu þjóðnýttir.

Innan Samfylkingarinnar eru þrjú atriði helst rædd sem hugsanlegar lausnir á efnahagskreppunni: a) að lýsa yfir vilja til að sækja um aðild að ESB b) sækja um neyðarlán til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og c) reka Davíð Oddsson. Báru samfylkingarmenn þá von í brjósti fram eftir degi í gær að forsætisráðherra myndi í stefnuræðu sinni boða einhverjar lausnir.

Heimildir 24 stunda innan ríkisstjórnarinnar herma að um tíma hafi stjórnarsamstarfið hangið á bláþræði vegna þessa. Var mikið skrafað meðal ráðherra Samfylkingar í allan gærdag og var Ingibjörg Sólrún Gísladóttir þátttakandi í þeim umræðum símleiðis. Engar lausnir hafa verið boðaðar enn en samfylkingarmenn vona að það verði þó gert fljótlega.(mbl.is)

Hér verður ekki lagður  dómur á frétt 24ra stunda  og mbl.is um hugsanleg stjórnarslit. En mér er kunnugt um það,að mikil óánægja er meðal óbreyttra samfylkingarmanna um  Glitnismálið og hversu seint Samfylkingin kom að því.Mér virðist alveg ljóst,að lánaleiðin hefur verið fær og engin þörf var á því að þjóðnýta bankann. Sú leið hefur einnig reyst  verri fyrir fjármálakerfið.

 

Björgvin Guðmundsson

 

Fara til baka 


mbl.is Íhuguðu að slíta stjórnarsamstarfinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband