Skýrslu,sem varaði við bankakreppu,stungið undir stól!

Skýrsla bresku hagfræðinganna Willem H. Buiter og Anne C. Sibert um íslenska bankakerfið, sem þau skrifuðu fyrir Landsbankann fyrr á þessu ári, þótti þess eðlis að henni var stungið undir stól. Þetta kom fram í fréttum Ríkissjónvarpsins í kvöld.

Buiter er prófessor við London School of Economics. Hann segir á bloggi sínu 9. október s.l. að íslenskir viðmælendur hans hafi talið efni skýrslunnar of viðkvæmt fyrir markaðinn. Þegar íslensku bankarnir þrír voru komnir undir skilanefndir taldi hann óhætt að leyfa skýrslunni að koma fram og er hann búinn að birta hana á netinu.

Buiter segir á bloggi sínu að Landsbankinn hafi leitað til þeirra Anne Sibert snemma á árinu 2008. Voru þau beðið um að skrifa skýrslu um ástæður efnahagsörðugleika sem Ísland og bankar landsins stæðu andspænis og möguleika í stöðunni. Buiter segir að þau hafi sent skýrsluna til bankans undir lok apríl síðastliðins. Þau kynntu síðan uppfærða útgáfu skýrslunnar á fundi í Reykjavík11. júlí síðastliðinn. Í hópi áheyrenda voru hagfræðingar frá Seðlabankanum, fjármálaráðuneytinu, einkageiranum og háskólasamfélaginu.(mbl.is)

Í skýrslunni sögðu hagfræðingarnir,að íslensku bankarnir væru orðnir alltof stórir fyrir íslenska hagkerfið. Seðlabankinn gæti ekki séð þeim fyrir nægum gjaldeyri. Hann gæti ekki ábyrgst rekstur þeirra.Skýrslunni var stungið undir stól!

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Bankaskýrsla undir stól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Johann Trast Palmason

"Aðstoðarforstjóri Nordea í Finnlandi, Markku Pohojla, gefur til dæmis opinberlega í skyn að íslensku bankarnir munu fljótlega lenda í miklum vandræðum. Hann gengur jafnvel svo langt að gera því skóna að íslensku bankarnir verði ekki til staðar eftir nokkra mánuði.

Þessi stóru orð finnska bankamannsins byggja ekki á neinni greiningu á íslenskum bönkum. Nýleg ítarleg úttekt á stöðu þeirra og íslenska fjármálakerfisins alls, eftir þá Friðrik Má Baldursson og Richard Portes, gefur til að minnta ástæðu til að ætla að staðan sé tiltölulega góð í alþjóðlegu tilliti.

Ásakanir þessar eru alvarlegar þar sem

þær beinast einnig að íslenskum eftirlitsaðilum. Sérstaklega Fjármálaeftirlitinu en einnig að hluta Seðlabankanum.

Ítarleg greining þessarra tveggja lykilstofnanna gefa ekkert annað til kynna en að íslenska bankakerfið sé mjög stöndugt."

Skrifað af og tekið af vef Hæstvirts Viðskiftaráðherra hr Björgvin G Sigurðssonar

Vefurinn liggur niðri vegna "VIÐGERÐA"

Johann Trast Palmason, 20.10.2008 kl. 18:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband