IMF: Þjóðarframleiðsla dregst saman um 10%

Paul Thomsen, formaður sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sagði á blaðamannafundi í dag, að ljóst væri að mjög erfiðir tímar væru framundan á Íslandi. Spár gerðu ráð fyrir að verg landsframleiðsla kunni að dragast saman um allt að 10% en sú spá væri háð mikilli óvissu.

Thomsen sagði, að hættan væri sú, að þegar gjaldeyrismarkaðir verða opnaðir á ný verði gjaldeyrisflótti og það muni leiða til enn frekari lækkunar krónunnar. Slíkt gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir skuldsett heimili og fyrirtæki. Því væri meginverkefnið nú er að koma á stöðugleika í gjaldeyrismálum.

Til lengri tíma væri verkefnið, að koma á jafnvægi í ríkisbúskapnum. Mikil umskipti yrðu nú á stöðu íslenska ríkisins, sem hefði verið lítið skuldsett en yrði nú mjög skuldugt. Ekki lægi fyrir hverjar skuldirnar yrðu í raun fyrr en eftir nokkur ár þegar ljóst yrði hver verðmæti íslensku bankanna í útlöndum væri. 

Thomsen sagði að gert væri ráð fyrir, að draga muni úr verðbólgu á næsta ári og hún verði orðin um 4,5% í lok næsta árs.

Hann sagði að áætlað væri að Ísland þyrfti á 6 milljarða dala fjármögnun að halda á næstu tveimur árum. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn muni leggja fram 2 milljarða dala en líklegt væri að Norðurlandaþjóðirnar myndu taka með jákvæðum hætti þátt í því verkefni.(mbl.is)

Er þetta ástand allt tilkomið vegna þrots bankanna.Ekki allt en að verulegu leyti. Krónan var búin að falla mikið  áður en bankarnir fóru í þrot. Krónan var að falla allt árið vegna mikils viðskiptahalla og vegna krónubréfa,sem var verið sð selja. Menn voru að losa sig við krónur,þar eð hún var orðin verðlaus og  menn höfðu ekki lengur trú á

íslensku efnahagslífi. Ef Ísland hefði verið með evru hefði þetta ástand ekki skapast. Miklar líkur eru á því að við hefðum einnig komist hjá þroti bankanna ef við hefðum verið með evru og verið í ESB.

 

Björgvin Guðmundsso n

 

 

Fara til baka Til baka


mbl.is Mjög erfiðir tímar framundan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband