Stýrivextir áfram 18%

Bankastjórn Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum í 18% en þeir voru hækkaðir úr 12% í síðustu viku í takt við viljayfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og Alþjóða gjaldeyrissjóðsins (IMF). Reiknað er með því að framkvæmdastjórn IMF taki ákvörðun um lán til Íslands á morgun.

Segir á vef Seðlabankans að greining bankans á stöðu og horfum í efnahagsmálum mun birtast í Peningamálum á heimasíðu bankans í dag um kl. 11.

„Sem kunnugt er mótast stefnan í efnahagsmálum á næstunni í samvinnu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Búist er við að endanleg ákvörðun liggi brátt fyrir og að aðgerðaráætlun birtist í kjölfarið. Bankastjórn Seðlabankans mun greina frá stefnunni í peningamálum í framhaldi þess," að því er segir á vef Seðlabanka Íslands. (mbl.is)

Ljóst er,að vaxtaákvörðun er nú að nafninu til aðeins í höndum Seðlabankans. Það er ríkisstjórn og IMF sem tekur hina raunverulegu ákvörðun um  styrivextina.Ég tel,að 18% stýrivextir séu algert óráð og að ekki sé öruggt að þeir nái tilætluðum árangri varðandi myndun gjaldeyrismarkaðar. Ég tel árangursríkara að setja höft á útstreymi gjaldeyris í stuttan tíma.Hins vegar skaða vextirnir fyrirtæki og heimili

 

Björgvin Guðmundsson

 


mbl.is Stýrivextir áfram 18%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband