72 sagt upp hjá Eimskip

Eimskip segir upp 72 starfsmönnum um mánaðamótin. Þá lækka laun starfsmanna sem hafa yfir 300 þúsund krónur á mánuði um 10%. Skipum félagsins verður fækkað um þrjú.

Hf. Eimskipafélag Íslands hefur gripið til umfangsmikilla hagræðingaraðgerða í ljósi efnahagsaðstæðna, sem meðal annars koma fram í verulegum samdrætti á innflutningi til landsins.

Þær aðgerðir sem þegar hefur verið gripið til er fækkun skipa sem þjónað hafa inn- og útflytjendum félagsins á Íslandi. Fækkað var úr 11 skipum í átta, auk þess sem gripið var til margra annarra hagræðingaraðgerða er snúa að siglingakerfinu, innanlandskerfinu og öðrum þáttum í rekstri félagsins.

Í tengslum við flutningaþjónustu Eimskips á Íslandi starfa um 1.500 starfsmenn þar af um 900 á Íslandi. Til að komist verði hjá verulegri fækkun starfsmanna hefur verið ákveðið að lækka laun um 10% hjá þeim starfsmönnum sem hafa yfir 300.000 króna mánaðarlaun ásamt því að draga úr vakta- og yfirvinnu.

Þrátt fyrir þessar aðgerðir var ekki komist hjá því að grípa til uppsagna í lok mánaðarins og verður 25 starfsmönnum á Íslandi og 47 starfsmönnum í Evrópu sagt upp.

Áætlaður sparnaður á ársgrundvelli mun vera 2.4 milljarðar króna þar af 550 milljónir vegna lækkunar launakostnaðar.

„Rétt eins og önnur fyrirtæki í landinu er Eimskip að sigla í gegnum erfitt skeið sem kemur meðal annars fram í verulegum samdrætti í innflutningi. Ofan á þetta bætast erfiðar aðstæður á alþjóðflutninga- og fjármagnsmörkuðum. Því var okkur nauðugur einn kostur að grípa til umfangsmikilla hagræðingaraðgerða. Af tveimur slæmum kostum var það frekar vilji okkar að lækka laun starfsmanna sem hafa yfir 300 þúsund í mánaðarlaun, fremur en segja upp fleiri starfsmönnum í því erfiða árferði sem nú ríkir á vinnumarkaði og almennt í íslensku þjóðfélagi,“ segir Gylfi Sigfússon forstjóri.(mbl.is

Uppsagnir halda áfram vegna erfiðleika í rekstri. Atvinnuleysið er komið í 4% en spáð hefur verið 10% atvinnuleysi  næsta ár. Það er mjög mikið atriði að ríki og sveitarfélög auki framkvæmdir til þess að skapa aukna atvinnu.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Uppsagnir og launalækkun hjá Eimskip
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband