Vilhjálmur Egilsson ósáttur við gjaldeyrishöftin

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, telur að lög um  gjaldeyrismál muni stórskaða íslenskt viðskiptalíf. Hann fór fram á að frumvarpið yrði dregið til baka hið snarasta, en samkvæmt því er Seðlabankanum gert kleift með tímabundnum takmörkunum á gjaldeyrisviðskipti að hindra fjármagnsflótta úr landi.Hann sagði:

„Ég legg eindregið til að þetta frumvarp verði dregið til baka hið snarasta,“ segir Vilhjálmur. „Þetta er þvílíkt skref aftur á bak og gengur þvert á það sem talað er um í bréfi ríkisstjórnarinnar til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, þar sem hún skuldbatt sig til þess að leggja ekki frekari höft á gjaldeyrisviðskipti, né koma á fjölgengisfyrirkomulagi. Með þessu frumvarpi sem verið er að leggja fram er verið að framlengja í þessum gjaldeyrishöftum og gera þau víðtækari. Þetta þýðir að það verður mun torveldara að hækka gengi krónunnar en annars, því menn munu hafa ennþá minna traust á íslensku viðskiptaumhverfi,“ segir Vilhjálmur og heldur áfram.

„Innflytjendur munu mjög fljótt fara í það far sem var hér áður, þegar menn voru með umboðslaun og alls kyns viðskipti með vörur og þjónustu fram og til baka erlendis áður en varan og þjónustan var tekin inn í landið. Í þeim viðskiptum urðu til eignir erlendis. Útflytjendur sem það vilja munu í gegnum greiðslufresti og umboðsfyrirtæki hafa algjöra stjórn á því hvað þau koma með inn í landið og allt þetta mun stórkostlega skaða íslenskt viðskiptalíf.“(mbl.is)

Ég er ekki sammála Vilhjálmi.Ég held,að það sé nauðsynleg öryggisráðstöfun að hafa heimild fyrir gjaldeyrishöftum tímabundið,þar er mikil hætta er á miklum fjármagnshreyfingum úr landi og það þarf að vera heimilt að stöðva þær.Vinandi þarf ekki að beita h0ftum nema stuttan tíma.

 

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka  


mbl.is Mun stórskaða viðskiptalífið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband