Opnað á ný fyrir fjárfestingar erlendra aðila i íslenskum fyrirtækjum

Það hefur vakið mikinn kurr hjá ýmsum viðskiptaaðilum,að fjármagnshreyfingar til landsins voru bannaðar með nýjum lögum og reglum um gjaldeyrismál.Þetta setur ýmis viðskiptatækifæri í uppnám svo sem fyrirtæki  hér með erlendu fjármagni. Erlendir aðilar geta ekki að óbreyttu fjárfest í þessum íslensku fyrirtækjum.Viðskiptaráðherra sýndi strax áhuga á að leiðrétta þetta og ræddi við nokkra slíka viðskiptaaðila í dag.Ég tel,að gerð hafi verið mistök við lagasetninguna og setningu reglna Seðlabankans.Viðskiptaráðherra sagði í viðtali við sjónvarpið í kvöld,að fjárfesting erlendra aðila í islenskum fyrirtækjum væri heimil, ef hún næmi 10% hlutafjár eða hærri upphæð.

Í reglum Seðlabankans um gjaldeyrismál,sem settar voru samkvæmt nýjum lögum um sama efni segir,að fjárfesting í verðbréfum (hlutabréfum),sem feli í sér hreyfingu fjármagns til landsins,sé óheimil.Ekkert er þar talað um  upphæðir eða hundraðshluta fjárfestingar í þessu sambandi. Gott er,að viðskiptaráðuneyti og Seðlabanki hafi ákveðið að breyta þessu og leyfa erlenda fjárfestingu hér á landi ef hún nemur  a.m.k.10% hlutafjár. En þó verður ekki séð hvers vegna á að binda slíka fjárfestingu við 10% eða meira. Hvað ef einhver  erlendur aðili vill leggja 9% hlutafjár í   íslenskt fyrirtæki,eða 7-8%. Af hverju á að banna það. Ekki  er heil brú í því.

 

Björgvin Guðmundsson

 

.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband