Krónan telur Bónus (Haga) ítrekað hafa misbeitt markaðsráðandi stöðu sinni

Þessi niðurstaða kemur okkur í sjálfu sér ekki á óvart. Við höfum alla tíð verið þeirrar skoðunar að Hagar væru í markaðsráðandi stöðu og hafi ítrekað misbeitt þeirri stöðu sinni og þannig um leið brotið samkeppnislög,“ segir Eysteinn Helgason, framkvæmdastjóri Kaupáss sem rekur m.a. Krónuna, Nóatún og 11-11.

Aðspurður segir hann niðurstöðu samkeppniseftirlitsins fyrst og fremst vera fagnaðarefni fyrir neytendur þar sem hún muni stuðla að mun heilbrigðari samkeppni á smásölumarkaðnum.

„Það gengur ekki til lengdar og er allt of mikil einföldun að halda því fram að sala undir kostnaðarverði komi neytendum til góða. Það liggur alveg í augum uppi að slíkur rausnarskapur er útilokaður til lengdar og auglýstir slíkir viðskiptahættir eru fyrst og fremst ætlaðir til að beita aðra minni aðila því fjárhagslega ofurefli sem fylgir markaðsráðandi stöðu. Það er þess vegna sem neytendasamtök og samkeppnisyfirvöld um allan heim leyfa markaðsráðandi aðila ekki að stunda slík undirboð,“ segir Eysteinn.(mbl.is)

Það var vitað áður,að Bónus (Hagar) væru með stærsta hluta matvörumarkaðarins og í markaðsráðandi stöðu.Spurningin var aðeins sú hvort  Bónus hefði misbeitt stöðu sinni.Samkeppniseftirlitið telur,að svo  hafi verið.Þeim úrskurði verður sjálfsagt áfrýjað.Það hefur lengi verið stefna Bónus,að  vera ávallt með lægsta verð.Þess vegna kom það ekki á óvart,að Bónus lækkaði verð sitt niður fyrir verð  Krónunnar.Var það gert til þess að fylgja þessui yfirlýsta stefnumiði verslunarinnar eða til þess að knésetja Krónuna?Ég veit það ekki  enég reikna ekki með því,að Bónus hafi talið sig geta knésett Kaupás með því að lækka verð á mjólk.´´Eg hallast því að því að Bónus hafi verið að framfylgja því stefnumarki sínu að vera alltaf með lægsta verð. En ef til vill er ólöglegt að hafa slíkt stefnumið?

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Kemur ekki á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég vildi gjarnan vita hverjir skipa þessa "samkeppnisnefnd"   og af hverjum er hún skipuð.  ´Það er við þessa aðila sem maður á að mótmæla þessu  ótrúlega sjónarhorni sem að þeir hafa í garð neytenda. 

Sjálfsagt eru þeir ekki á lífeyri öryrkja eða eldra fólks.

J.Þ.A (IP-tala skráð) 20.12.2008 kl. 10:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband