Kaupmáttur minnkað um 7,7%.Verðbólgan 18,1%

Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í desember hækkaði um 1,52% frá fyrra mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkaði um 1,71% frá nóvember. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 18,1%. Verðbólgan hefur ekki verið jafn mikil síðan í maí 1990 er hún mældist einnig 18,1%.

Verð á húsgögnum, heimilistækjum, heimilisbúnaði o.fl. hækkaði um 4,4% (vísitöluáhrif 0,31%) og efni til viðhalds húsnæðis hækkaði um 7,2% (0,31%). Verð á mat og drykkjarvöru hækkaði um 2,1% (0,27%) og verð á áfengi hækkaði um 9,2% (0,15%), að hluta til vegna hækkunar áfengisgjalds. Verð á tómstundavörum, leikföngum og ritföngum hækkaði um 2,4% (0,28%) og flugfargjöld til útlanda hækkuðu um 14,6% (0,17%).

Verð á bensíni og olíum lækkaði um 8,6% (-0,39%) þrátt fyrir hækkun olíugjalds. Kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði lækkaði um 0,5% (-0,07%). Þar af námu áhrif af lækkun markaðsverðs á húsnæði -0,04% og lækkun raunvaxta -0,03%, en vextir hafa ekki haft áhrif til lækkunar vísitölunnar frá nóvember 2005.

Fastskattavísitala neysluverðs var ekki uppfærð nú vegna þess að ekki gafst nægur tími til að meta áhrif af breytingum á áfengis-, tóbaks- og olíugjaldi auk vörugjalda sem samþykktar voru með lögum þann 11. desember. Vísitalan verður næst birt um leið og vísitala neysluverðs í janúar, að því er fram kemur í frétt Hagstofu Íslands.

Sl. tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 18,1% en vísitala neysluverðs án húsnæðis um 20,7%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 5,5% sem jafngildir 24,0% verðbólgu á ári (29,7% fyrir vísitöluna án húsnæðis).(mbl.is)

Kaupmáttur  launa hefur sl. 12 mánuði minnkað um 7,7%.Það er gífurleg kjaraskerðing. Kaupmáttur lífeyris aldraðra hefur minnkað álíka mikið. Nú þýðir ekkert lengur að  athuga hlutfall lífeyris af launum þar eð hvort tveggja hrapar. Það verður að setja lífeyri í samband við þjóðarframleiðslu.

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Verðbólgan mælist 18,1%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Baldursson

Eitt það mikilvægasta sem gera þarf er að ná jafnvægi í greiðslum húsnæðislána.
Ég vill meina að lausnin felist í eignaskiptum lánastofnana við Lífeyrissjóðanna, þar sem Lífeyrissjóðirnir stæðu eftir með ÖLL húsnæðislán í sínum ranni. Ýmsis tæknileg atriði þarf að lagfæra. Tímabundin (1-3 ár) hækkuð (2-3%) greiðslna til Lífeyrissjóða gæti brúað skuldbindingaþörf sjóðanna.

Viðmiðum yrði líka breytt frá Lánskjaravísitölu í Launavísitölu.
Með því að þessu stóra vandamáli væri ýtt til hliðar væri staða almennings til muna bætt.
Nánar hér.

Haraldur Baldursson, 22.12.2008 kl. 15:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband