Felst málamiðlunin í þjóðaratkvæði um umsókn að ESB?

Forsætisráðherra segir í áramótagrein sinni í Mbl.,að hann telji koma til greina að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu nokkrum vikum eftir landsfund um það hvort sækja eigi um aðild að ESB.Ef til vill verður þetta málamiðlunin á landsfundinum. Allir ættu að geta sameinast um þetta,þar eð í því felst einfaldlega að láta þjóðina ráða því hvort sótt er um aðild að ESB eða ekki. Magnús Stefánsson þingmaður Framsóknar lagði þetta til á sínum tíma. Samfylkingin hefur skýra stefnu í málinu .Hún vill sækja um aðild og láta greiða atkvæði í þjóðaratkvæði um samningsniðurstöður. Víst er betra að  stjórnmálaflokkar taki skýra afstöðu og hafi skýra stefnu en ef ágreiningur er mikill eins og í Sjálfstæðisflokknum þá getur tillaga Geirs verið góð málamiðlun.,

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Umsókn í þjóðaratkvæði?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband