Fyrrverandi forsætisráðherra Lettlands minnist Michaels Jackson

Ivars Godmanis, fyrrverandi forsætisráðherra Lettlands og nýkjörinn þingmaður á Evrópuþinginu, mun minnast Michaels Jackson, í tveimur útvarpsþáttum um helgina. Godmanis er mikill tónlistaráhugamaður.

Þættirnir verða sendir út á SWH útvarpsstöðinni í Lettlandi á laugardag og sunnudag en útsendingartíminn er fimm klukkustundir.

Godmanis, 57 ára, var í síðasta mánuði kjörinn á Evrópuþingið en hann hefur tekið að sér dagskrárgerð af og til síðustu tvo áratugina eða jafn lengi og hann hefur tekið þátt í stjórnmálum. 

Godmanis varð fyrsti forsætisráðherra Lettlands eftir að ríkið fékk sjálfstæði. Hann var forsætisráðherra landsins frá 1990-1993, fjármálaráðherra 1998-1999. Í desember 2007 tók hann aftur við embætti forsætisráðherra en hraktist frá völdum í janúar sl. þegar efnahagskreppan skall á af fullum þunga í landinu.(mbl.is)

Þetta er athyglisvert og leiðir í ljós,að Michael Jackson átti alls staðar aðdáendur,ekki aðeins meðal tónlistarmanna,heldur í öllum stéttum.Ég horfði á minningarathöfnina um Jackson í Los Angeles í gær. Hún  fór vel fram og þar komu fram margir heimsþekktir tónlistarmenn sem minntust Mickaels Jackson,m.a. með tónlistarflutningi.

 

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband