Skattaskjól á Cayman eyjum að komast í þrot

Skattaskjólið Cayman-eyjar á Karíbahafi, rambar á barmi gjaldþrots.

Íbúar eyjanna eru ríflega 50.000 og þeir greiða ekki tekjuskatt. Tekjur hins opinbera eru allar af gjöldum sem fjármálafyrirtæki greiða. Að sögn Lundúnablaðsins Guardian hafa tekjurnar dregist svo mjög saman frá því að Lehmann-bankinn bandaríski varð gjaldþrota fyrir ári að ríkissjóður eyjanna getur ekki lengur greitt opinberum starfsmönnum laun að fullu. Við það bætist að fyrir kreppuna hóf stjórn eyjanna umfangsmiklar innviðafjárfestingar ríkissjóðurinn er því gapandi tómur. Cayman-eyjar eru breskt verndarríki og stjórnin fór fram á aðstoð frá Lundúnum en var synjað. Breska stjórnin lagði til að Cayman-eyjar tækju fyrst upp tekju- og eignaskatt. Í bréfi stjórnarinnar sagði að viðskiptalíkan eyjanna væri hrunið.(ruv.is)

Væntanlega hafa íslensk skattyfirvöld og sérstakur saksóknari aflað upplýsinga frá Cayman  eyjum.Talið er,að íslenskir auðmenn hafi komið peningum fyrir á þessum eyjum og ef ekki hefur þegar verið aflað upplýsinga um það þá eru það síðustu forvöð núna.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband