Laugardagur, 5. september 2009
Norðmenn vilja koma með fjármagn inn í íslenskt atvinnulíf
Hópur norskra fjárfesta undir forystu Endre Røsjø vill setja 20 milljarða íslenskra króna í langtímafjárfestingu í íslensku atvinnulífi. Hefur Røsjø fundað með fulltrúum lífeyrissjóðanna með það fyrir augum að stofna sérstakan fjárfestingarsjóð sem yrði samvinnuverkefni lífeyrissjóða og Norðmannanna. Hugmyndin er að lífeyrissjóðirnir setji 20 milljarða á móti framlagi norsku fjárfestanna.
Svein Harald Øygard, þáverandi seðlabankastjóri, bauð mér hingað í apríl. Ætlun hans var að leiða saman fjárfesta til að koma að fjárfestingu í íslenskum fyrirtækjum og stuðla að endurreisn íslensks efnahagslífs, segir Røsjøi.
Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, sat í gær fund með Røsjø, fulltrúum tveggja stórra lífeyrissjóða, ásamt Øygard og Ingjald Ørbeck Sørheim, sem er norskur lögfræðingur og frammámaður í norska Verkamannaflokknum. Við teljum að það sé mjög áhugavert að ná samvinnu við Norðmennina um aðkomu þeirra að endurreisnarstarfinu enda nauðsynlegt að fá erlent fjármagn inn í landið, ekki síst frá vinum okkar á Norðurlöndunum, segir Hrafn.
Røsjø er sjálfur að íhuga alvarlega að leggja MP banka til 50-60 milljónir nkr. í formi nýs hlutafjár, sem jafngildir 1-1,2 milljörðum íslenskra króna.(mbl.is)
Það er jákvætt,að Norðmenn vilji koma með fjárrmagn inn í íslenskt atvinnulíf til hjálpar endureisninni.Ísland þarf sárlega á erlendu fjármagni að halda og .að liggur ekki á lausu.
Björgvin Guðundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.