Laugardagur, 5. september 2009
Engar raunhæfar endurbætur á almannatryggingum
Margir bundu miklar vonir við Jóhönnu Sigurðardóttur,þegar hún varð félags-og tryggingamálaráðherra.Menn töldu,að hún mundi efla almannatryggingarnar verulega enda hafði það alltaf verið hennar helsta baráttumál. Ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks gerði nokkrar ágætar endurbætur á almannatryggingum undir forustu Jóhönnu.Aðstaða eldri borga og öryrkja,sem voru á vinnumarkaði var bætt verulega með því að draga úr tekjutengingum og afnumið var að tekjur maka hefðu áhrif á tryggingabætur.En þegar þetta var framkvæmt stóð það eftir að bæta hag þeirra eldri borgara,sem ekki gátu verið á vinnumarkaðnum.Lágmarksframfærslutrygging var aðeins fyrir mjög lítinn hóp lífeyrisþega og leysti ekki málið. Allur þorri lífeyrisþega,t.d. þeir sem höfðu lágan lífeyri frá lífeyrissjóðum var skilinn eftir. Menn bundu vonir við að endurskoðun almannatrygginga mundi leysa vanda þessa fólks. En svo verður ekki. Það sem hefur fréttst af endurskoðun almannatrygginga bendir til þess að það eigi ekki að bæta hag alls þorra lífeyrisþega heldur eigi aðeins að gera lítilfjörlegar hagræðingar,nafnabreytingar á bótaflokkum,sem bætir ekki hag aldraðra eða öryrkja.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:02 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.