Laugardagur, 5. september 2009
Eldri borgarar íhuga að bjóða fram
Mikil óánægja rikir nú í röðum eldri borgara vegna þess að stjórnvöld hafa ráðist á kjör þeirra.Samtök eldri borgara hafa rætt við stjórnvöld og sent þeim ályktanir sínar en samtökin tala fyrir daufum eyrum. Stjórnvöld hundsa algerlega kröfur og
óskir eldri borgara. Sömu sögu hafa samtök öryrkja að segja. Þau tala einnig fyrir daufum eyrum, þegar þau tala við stjórnvöld.Ástandið nú er mjög svipað og var fyrir alþingiskosningarnar 2007. Þá var mikill hugur í eldri borgurum að fara fram með sjálfstæðan framboðslista og skoðanakönnun,sem Capacent Gallup gerði leiddi í ljós,að sjálfstæður listi eldri borgara hefði fengið langt yfir 20% atkvæða.Eldri borgarar byrjuðu að undirbúa framboð fyrir kosningarnar 2007 en urðu of seinir að skila nægilega mörgum meðmælendum.Nú segjast eldri borgarar vilja byrja snemma að undirbúa framboð.Ef afstaða stjórnvalda til kjara eldri borgara breytist ekki og verður jákvæðari eru yfirgnæfandi líkur á því að eldri borgarar bjóði fram í næstu kosningum..
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll Björgvin
Við eldriborgarar föllum alltaf í sömu kosningagryfjuna og erum allt of auðtrúa og því hefur aldrei verið hægt að koma saman stjórnmálaflokki eldri borgara.
Ekki gerði Ellert Scram neina tilraun til að bjarga málum og ekki heldur listamaðurinn í Borgaraflokknum sem er meðal oss í gamlingjaliðinu og alltaf sama sagan ekki má hrófla við neinu.
Þór Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 5.9.2009 kl. 10:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.