Innheimtuharka ríkisins eykst

Þegar kreppan skall á lýsti ríkið því yfir,að tekið yrði mildilega á innheimtu skulda almennings.Við þetta hefur ekki verið staðið. Það hefur frekar verið  hert á innheimtuaðgerðum í kreppunni.Nýjasta dæmið um þetta er aukin harka  við innheimtu skulda vegna skoðana bíla. Þeir,sem draga að færa bíl sinn til skoðunar fá nú bréf um að þeir eigi að greiða 7500-15000 kr. aukagjald.Þetta er nýtt og gengur alveg í berhögg við fyrri yfirlýsingar stjórnvalda um að sýna mildi við innheimtu ríkisins frá almenningi.Það er helst,að almenningur þurfi á því að halda nú  að fá slík innheimtubréf,þegar fólk á fullt í fangi með að greiða af húsnæðisskuldum sínum.Ég legg til að þessi aukagjöld verði afnumin.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Á ekki að skattleggja okkur út úr kreppunni?

Sigurður Þórðarson, 5.9.2009 kl. 12:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband